Snarlid.is

Heil og sæl vinir.

 

Mig langaði að minna ykkur öll á snarlid.is þar sem eru stutt örmyndbönd og uppskriftir að nokkrum mjög sígildum snarlréttum fyrir unga fólkið (og alla hina). Það skiptir miklu máli að kenna börnum og unglingum nokkrar grunn uppskriftir sem þau geta svo byggt á, í framtíðinni. Láta þau líka venjast því að útbúa sér mat sjálf. Það tekur smá tíma og það þarf að ganga frá, en það er allt í lagi. Þetta er hluti af lífinu. Engin leið að komast hjá þessu, við þurfum öll að borða og það á hverjum degi. Að kunna að útbúa sér hollan mat sjálfur, er bæði ódýrara og miklu hollara en að kaupa allt tilbúið.

Ég óttast að það eigi eftir að koma betur og betur á daginn hversu alvarlega næringarskortur getur haft áhrif á okkur andlega og líkamlega. Þegar næringarefni fer að vanta í ríkum mæli, getur eitthvað farið að gefa eftir.

Mér finnst þetta ekki vera nægilega viðurkennt enn þann dag í dag.

 

 

 

 


No Replies to "Snarlid.is"

    Leave a reply

    Your email address will not be published.