Icelandic blog 5 results

Snarlid.is

Heil og sæl vinir.   Mig langaði að minna ykkur öll á snarlid.is þar sem eru stutt örmyndbönd og uppskriftir að nokkrum mjög sígildum snarlréttum fyrir unga fólkið (og alla hina). Það skiptir miklu máli að kenna börnum og unglingum nokkrar grunn uppskriftir sem þau geta svo byggt á, í framtíðinni. Láta þau líka venjast því að útbúa sér mat sjálf. Það tekur smá tíma og það þarf að ganga frá, en það er allt í lagi. Þetta er hluti af ...

Hvað / Hvenær – Matarlistinn

Kæru foreldrar. Þessi listi er í bókinni Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ásamt ýmsu fleiru sniðugu að ég held.. (og vona!:) Hann er ekki meitlaður í stein, þetta er eingöngu leiðarvísir til að létta foreldrum lífið. Ef börn byrja að borða fyrir 6 mánaða aldurinn, má samt sem áður og endilega nota þennan lista til að styðjast við. Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? hefur tvisvar sinnum orðið uppseld og núna er þriðja ...

Draugahús, samfélagsmiðlar, heimilisverk og blessuð börnin

Þessi mynd er tekin af Hönnu og Hafliða í draugahúsi. Ég laug að miðasalanum að Hafliði væri 12 ára, því það var 12 ára aldurstakmark í draugahúsið og eiginlega hvatti Hönnu og Hafliða til að skella sér! Í mínum bókum eru (voru!) draugahús smá hallærisleg, fyndin og ekki boffs hræðileg og þess vegna ályktaði ég (og maður á ALDREI að álykta - assuming is the mother of all fuck ups!) að þetta draugahús væri bara krúttlegt og fyndið - og vildi ...

Hinn gullni meðalvegur

Ég hef verið garfandi í heilsutengdum efnum sl. 18 ár. Hér að neðan er samantekt á því sem mér finnst ég hafa komist að eftir allt þetta heilsubrölt, öðrum hugsanlega til aðstoðar og einföldunar.   Ég held að sama mataræði henti ekki öllum. Og stundum hentar manni svona mataræði núna, en ekki seinna (ef þið skiljið mig - og þá breytir maður til). Aðalmálið er að hafa matinn hreinan og forðast eftirlíkingar af mat, drekkhlaðnar aukaefnum og ...

Við erum öll sérfræðingar

Nýverið var ég greind með alvarlegan járnskort. Mig hafði grunað það lengi enda var mér farið að blæða meira en góðu hófi gegndi í hverjum mánuði og hafði gert í að verða tvö ár. (Afsakið hreinskilnina). Þar að auki er blóðleysi (eða léleg upptaka járns) í ættinni. Ég reyndi hvað ég gat að borða járnríkt sem og að gleypa allskonar járn sem færi betur í magann en það hefðbundna en lítið gekk að hífa birgðirnar upp í eðlilegt horf. Inn á ...