Skilmálar

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Fyrirtæki

Pasima ehf
Kt. 650302-3030
VSK nr. 74576
ebba@pureebba.com
Sími: +354-775-4004

Afhending

Vörur sem pantaðar eru á vefnum eru sendar viðtakanda með Íslandspósti. Afhendingartími er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst fyrir innlendar pantanir en 7-21 dagar fyrir erlendar pantanir. Einnig er hægt að panta og sækja í Macron Store Reykjavík, það er fljótlegast og þá er sendingarkostnaður enginn.

Pasima ehf áskilur sé rétt til að breyta verði án nokkurs sérstaks fyrirvara.

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum upprunalegum umbúðum.

Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast sendið tölvupóst á ebba@pureebba.com ef spurningar vakna.

Greiðslur

Hægt er að greiða pantanir með millifærslu, kreditkorti, debetkorti eða netgíró. Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda er tryggt.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður innanlands er 600 kr, 990 kr fyrir Evrópu og 1450 kr utan Evrópu.

Virðisaukaskattur

Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisaukaskatti.

Öryggi

Greiðslugáttin fyrir greiðslur með kreditkorti er Dalpay. Til að vernda persónuupplýsingar þá eru þær kóðaðar með SSL frá Verisign og færslutækni DalPay. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Pasima ehf. og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 4122600

Trúnaður og persónuupplýsingar

Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Pasima ehf. mun ekki láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar sem verða til við pantanir, né vista upplýsingar um þá sem panta lengur en ástæða er til.