Þessi mynd er tekin af Hönnu og Hafliða í draugahúsi. Ég laug að miðasalanum að Hafliði væri 12 ára, því það var 12 ára aldurstakmark í draugahúsið og eiginlega hvatti Hönnu og Hafliða til að skella sér! Í mínum bókum eru (voru!) draugahús smá hallærisleg, fyndin og ekki boffs hræðileg og þess vegna ályktaði ég (og maður á ALDREI að álykta – assuming is the mother of all fuck ups!) að þetta draugahús væri bara krúttlegt og fyndið – og vildi endilega að þau upplifðu skemmtilega draugahúsa-salibunu, júhú. Þegar börnin mín komu út skelfingu lostin og myndin af þeim birtist á skjánum (til að kaupa) sagði maðurinn við mig í ásökunartóni: “That’s why I was asking if he was 12!!!”
Þarna leið mér ekki eins og góðri mömmu.
En að öðru ..
Það er snjallt að minna krakka og unglinga á að ef þau eru alltaf þau sjálf (líka á samfélagsmiðlum) finna þau vini sem líkjast þeim og þeim finnst gott að vera með (samhljómur).
Ef maður er alltaf að reyna að vera einhver sem maður er ekki, dregur maður frekar til sín fólk sem maður kannski á svo enga samleið með í raun og veru .. Af því líkur sækir líkan heim.
Við skulum öll vera dugleg að faðma unglingana okkar (ekki bara litlu börnin) – en varlega og fallega ef þau eru stygg 🙂 .. en þau þurfa líka knús .. og hlusta á þau (þau eru mjög skemmtileg!) .. spjalla .. tala blíðlega til þeirra og allt hitt #Mikilvægt #Styrkirböndin #Eykursjálfstraust
Mér finnst hafa gefist vel að setjast niður með mínum börnum og ræða hvernig best er að hafa hlutina svo öllum líði vel og geti verið besta útgáfan af sjálfum sér.
Til dæmis hvers vegna best er að sofa ekki með símann inni í herberginu sínu. Nota frekar gamaldags vekjaraklukkur eða láta símann vera frammi og þá þarf maður að stökkva fram úr til að slökkva á vekjaraklukkunni. Taka frí frá öllum bylgjum á nóttunni .. 🙂
Að minnsta kosti hafa símann alltaf á ‘flight mode’ á nóttunni og ef hann þarf að vera í hleðslu, hafa hann frammi.
Ef börn eiga erfitt með að hætta á netinu á kvöldin er upplagt að hafa reglu, þar sem þau verða að skilja símann eftir frammi áður en þau fara að sofa (svo þau hangi ekki á netinu alla nóttina). Eða einfaldlega slökkva á netinu fyrir nóttina. Það er líka gott mál.
Hanna og Hafliði eru sátt við að á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum fara þau ekki (nema eitthvað sérstakt) í símann eftir klukkan 20.
Einnig eru þau sammála um að þessa daga verða þau líka að lesa nokkrar blaðsíður uppi í rúmi áður en þau fara að sofa. Þannig verða þau betri í lestri, íslensku máli og það róar þau fyrir svefninn, enda dásamlegt að lesa góða bók og gott að börn uppgötvi það sem fyrst.
Sumir eiga algjöra lestrarhesta og þá er þetta ekkert tiltökumál en oft er síminn og netið mjög ríkjandi (og skiljanlega) og því gott að ræða svona hluti við krakka og útskýra af hverju þetta og hitt er sniðugt og gerir þeim gott. Það getur t.d. skorið úr um hvort þau fá vinnu seinna meir, sem þau hafa áhuga á, hvort þau tali góða íslensku og geti komið frá sér vitrænum texta á sínu eigin tungumáli án þess að einhver þurfi að lesa hann yfir og leiðrétta. Svona hluti þarf að segja börnum. Þessu átta þau sig ekki á sjálf.
Útskýra líka með birtuna frá tölvuskjám og símaskjám, sem ruglar líkamann (truflar sjóntaugina) og getur þannig truflað svefninn og gert okkur mikið erfiðara fyrir að sofna.
Best að ræða svona mál þegar maður er glaður (ekki pirraður) og spyrja krakka hvað þeim finnist um þetta .. þannig finnst þeim þau hafa eitthvað með þetta að segja sjálf.
Það er svo gaman spari, að vaka lengur, hanga aðeins á netinu, borða eitthvað gott osfrv. en það er meira gaman þegar maður gerir það ekki alla daga. Allt sem maður gerir alltaf, hættir að vera eins skemmtilegt.
Alla krakka langar til að standa sig vel, líða vel, vera heilbrigð og hraust og besta útgáfan af sjálfum sér. Ef við útskýrum vel í ást og hlýju, eru þau með manni í liði. Svo þarf að minna þau endrum og sinnum á og það er eðlilegt, þau eru bara börn 🙂 #Tilþesseruforeldrar
Það er erfitt og hundleiðinlegt að vakna dauðþreyttur í skólann alla morgna.
Ef börn eiga erfitt með að sofna er alveg sjálfsagt að gefa þeim magnesium fyrir svefninn, náttúrulegt og gott. Ég tek það alltaf áður en ég fer að sofa og sef eins og rotuð. Vinkona mín var svo að mæla með Lunamino bætiefninu, sem hún segir að hjálpi sér og syni sínum að sofna fyrr, sofa betur og vakna hressari. Ég þarf að prófa það við tækifæri.
Varðandi heimilisstörfin. Ef við viljum fá börnin okkar til að gera meira heima er best að ræða það við þau líka þegar við erum ekki pirruð og fúl. Það hefst ekkert með nöldri. Það er alveg vonlaus aðferð til að fá fólk með sér í lið. Ég ætla núna að hysja upp um mig brækurnar sjálf og búa til plan, og skipta aðeins niður föstum verkum á Hönnu og Hafliða (taka suma daga úr uppþvottavélinni og ganga frá eftir matinn sem dæmi).
Og það er mjög eðlilegt að það þurfi að minna þau á og sum oft (sum eru líka meira utan við sig en önnur). Pikka í þau og segja: ,,Þú steingleymdir að ganga frá disknum þínum .. ” & ,,Áttir þú ekki að taka úr uppþvottavélinni í dag?” .. osfrv. Þau ætla ekki að vera leiðinleg, þau eru bara börn og geta gleymt. Við erum nú ekki svo fullkomin sjálf.
Svo er alltaf gott að reyna að grínast og fíflast sem mest heima, alveg fram og aftur með allt og allt. Það léttir andrúmsloftið og kemur öllum í gott skap. Þetta hef ég lært af manninum mínum, hann er snillingur í að gera grín og koma okkur öllum til að hlæja, oft mest að sjálfum okkur 🙂
Gangi okkur öllum vel ♥
P.S. Ef okkur líður illa, er snjallt að leita sér hjálpar, eða finna einhvern til að tala við. Það er erfitt fyrir börn að búa á heimili þar sem mikil vanlíðan er á foreldrum. Og við erum öll svo mannleg, við skeytum frekar skapi okkar á börnum eða vanrækjum þau ef við erum illa upplögð, leið/þunglynd, kvíðin og allt hitt. Það er engin skömm í því að leita sér hjálpar/aðstoðar/leiðsagnar.
Munið líka að best er að segja strax fyrirgefðu, ef maður hefur verið ósanngjarn við börnin sín (eða aðra). Og bara útskýra hvað maður er mannlegur, að maður hafi verið að röfla/skammast yfir einhverju sem þau gerðu, þegar það sem var að angra mann var eitthvað allt annað (kannski eitthvað sem kom upp á í vinnunni osfrv.).
No Replies to "Draugahús, samfélagsmiðlar, heimilisverk og blessuð börnin"