Kæru foreldrar. Þessi listi er í bókinni Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ásamt ýmsu fleiru sniðugu að ég held.. (og vona!:)
Hann er ekki meitlaður í stein, þetta er eingöngu leiðarvísir til að létta foreldrum lífið. Ef börn byrja að borða fyrir 6 mánaða aldurinn, má samt sem áður og endilega nota þennan lista til að styðjast við.
Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? hefur tvisvar sinnum orðið uppseld og núna er þriðja útgáfa komin út. Hún er ný og endurbætt en ég hef endurskrifað hana tvisvar sinnum (og einu sinni á ensku). Alltaf er eitthvað nýtt að koma í ljós varðandi næringu og heilbrigði og því þarf að uppfæra bók eins og þessa.
Í bókinni eru fjölmargar einfaldar uppskriftir að barnamat og mat fyrir alla fjölskylduna. Einfaldur, hollur og góður matur (líka fyrir afmælin). Mikið er af grænmetisréttum, sem henta vel yngri börnum og buddu ungra foreldra. Gott er að venja þau strax á allskonar hollar grænmetissúpur, gróft korn og fleira í þeim dúr. Það er alltaf erfðara að ‘skipta’ um mataræði einn góðan veðurdag þegar allt er komið í óefni í matarmálum heimilisins. Þetta er örlítið meiri vinna í fyrstu, en bara í fyrstu sem marg borgar sig. Reynið að velja hollt, aukaefnalaust og næringarríkt hráefni. Bókin hjálpar ykkur að nota það. Og uppskriftirnar eru einfaldar. Alltaf þegar maður gerir eitthvað í fyrsta skipti er það ögn flókið. En svo verður þetta alltaf léttara og léttara og maður sneggri og sneggri. Ég lofa því. Tíma okkar er vel varið í að æfa okkur að elda úr gæðahráefni. Við erum það sem við borðum, gömul tugga, en hún er sönn.
Athugið líka að við verðum öll mikið fyrr södd af næringarríkum mat en óhollum og næringarsnauðum. Og þegar maður fer að kaupa minna af óþarfa og vitleysu, sparar maður formúgur. Einnig þegar maður gætir þess að henda ekki mat. Farið vel með matinn, nýtið afganga og frystið það sem liggur undir skemmdum. Það má frysta tvisvar sinnum sama matinn. Ég er farinn að gera það alveg óhikað og allt í gúddí!
Gangi ykkur öllum vel ❤ Kærleikskveðjur til ykkar allra
Ykkar Ebba x
1 Reply to "Hvað / Hvenær - Matarlistinn"
anil kumar 29. July, 2021 (05:29)
Nice post, thanks for sharing.